Skilmálar fyrir kaup á námskeiði
1. Miðasala og skráning
Miðasala á námskeið fer fram í gegnum Tix.is, og er skráning gild þegar greiðsla hefur verið innt af hendi þar.
Með kaupum á miða samþykkir þátttakandi eftirfarandi skilmála.
2. Endurgreiðslur og afpantanir
https://tix.is/page/spurt-og-svarad#endurgreidslur
3. Glærur og námsefni
Þátttakendur fá send glærur og annað viðeigandi námsefni í tölvupósti innan 48 klukkustunda eftir námskeiðið.
Efnið er aðeins ætlað til persónulegrar notkunar og má ekki deila því opinberlega eða endurnýta í eigin kennslu án skriflegs leyfis.
4. Breytingar og aflýsingar
Skipuleggjandi áskilur sér rétt til að gera breytingar á dagskrá, tímasetningu eða staðsetningu námskeiðs ef ófyrirséð atvik gera það nauðsynlegt.
Ef námskeiði er aflýst af hálfu skipuleggjanda, fá þátttakendur val um fulla endurgreiðslu eða flutning yfir á annan dag, ef slíkt er í boði.
5. Ábyrgð þátttakenda
Þátttakendur bera ábyrgð á því að mæta á réttum tíma og með viðeigandi tæki og hugbúnað (ef námskeiðið er haldið í gegnum netið).
Skipuleggjandi ber ekki ábyrgð á tæknilegum vandamálum sem upp kunna að koma hjá þátttakanda sjálfum.
6. Trúnaður og höfundaréttur
Allt efni sem kynnt er á námskeiðinu er höfundarréttarvarið og má ekki endurnýta, afrita eða dreifa nema með samþykki skipuleggjanda.
Þátttakendur skuldbinda sig til að virða trúnað varðandi umræður og efni sem fram koma á námskeiðinu er tengist öðrum þáttakendum.